19 ára og næstríkust í Noregi

Norski fjármála- og útgerðarjöfurinn Kjell Inge Røkke
Norski fjármála- og útgerðarjöfurinn Kjell Inge Røkke

Kaupsýslumaðurinn Kjell Inge Røkke er sá ríkasti í Noregi en eignir hans jukust um þrjá milljarða norskra króna á síðasta ári og eru nú metnar á 11,8 milljarða norskra króna, sem svarar til um það bil 134 milljarða íslenskra króna. Það er 19 ára gömul stúlka sem er í öðru sæti listans yfir ríkustu Norðmennina.

Katharina Gamlemshaug Andresen, dóttir Johans H. Andresens, er í fyrsta skipti á lista yfir hæstu skattgreiðendur í Noregi en það skýrist af því að ekki eru skráðir á þann lista þeir auðkýfingar sem eru yngri en átján ára. Hún er nítján ára og er í öðru sæti listans með eignir upp á 4,6 milljarða norskra króna.

Fyrir sjö árum færði faðir hennar, Johan Andresen, sem hagnaðist mest á tóbaksframleiðslu, yfir 80% af eignum sínum í fjárfestingarfélaginu Ferd Holding á dætur sínar, þær Katharinu og Alexöndru. Andresen er sjálfur í níunda sæti listans með eignir upp á 2,63 milljarða norskra króna.

Í fyrra var Olav Thon í efsta sæti listans yfir ríkustu Norðmennina en í ár er hann kominn niður í 26. sæti. Það skýrist af því að Thon, sem hefur einkum hagnast á fasteignamarkaði og byggingarframkvæmdum, færði stóran hlut af eignum sínum í sérstakan sjóð og eru eignirnar því ekki lengur í hans nafni.

Samkvæmt frétt Aftenposten er það síðan fjölmiðlafælinn fjárfestir, Einar Aas, sem var með mestar tekjur á síðasta ári eða 313 milljónir norskra króna sem svarar til 5,7 milljarða íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK