Eyða fimm vinnudögum í spjall

Að fá sér kaffibolla getur tekið tíma.
Að fá sér kaffibolla getur tekið tíma. AFP

Langir kaffi- og matartímar, samfélagsmiðlar og samtöl við vinnufélagana. Bretar eyða mörgum vinnudögum árlega í allt annað en að vinna - í vinnutímanum.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun þar sem skoðað var í hvað starfsfólk eyddi tíma sínum í vinnunni.

Meðalmaðurinn eyðir um fimm vinnudögum árlega í það að spjalla við vinnufélagana, fjórum dögum í að fá sér te og kaffi, öðrum fjórum í að skoða persónulegan tölvupóst, þremur dögum í að versla á netinu, hringja persónuleg símtöl, skoða samfélagsmiðla, skutlast og reykja.

Þar með eyðir meðalmaðurinn 28 dögum í að... vinna ekki í vinnunni.

Fólk á aldrinum 25-34 ára eyðir meiri tíma í þetta en samstarfsfélagarnir, samkvæmt könnuninni sem var gerð af fyrirtækinu Watch Shop. 

Hér má lesa ítarlega frétt um könnunina. Þar getur þú líka tekið þátt í könnuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK