Þarf að borga símareikning þjófsins

AFP

Velskur grunnskólakennari þar að borga 15 þúsund punda símareikning, tæplega þrjár milljónir króna, fyrir símanotkun þess sem stal símanum hans er hann var á ferðalagi í Barcelona.

Hann segir að símareikningurinn muni gera sig að öreiga. Kennarinn, Osian Rhys Edwards, hringdi í símafyrirtækið sitt skömmu eftir að vasaþjófur tók símann á laugardagskvöldi snemma í ágúst. Símafyrirtækið, Vodafone, segist hins vegar ekki hafa neinar upplýsingar um þetta símtal og segir kennarann því ábyrgan fyrir reikningnum. 

Osian er 29 ára og kennir við skóla í Barmouth í vesturhluta Wales. Hann er ekki fyrsti Bretinn sem verður fyrir því að sitja í súpunni eftir að hafa orðið fyrir barðinu á símaþjófum. Þrátt fyrir að breska fjarskiptastofnunin Ofcom og símafyrirtækin hafi náð samkomulagi árið 2012 eru enn margir notendur að lenda í svipaðri stöðu og Osian.

Kennarinn ungi segist einfaldlega ekki geta borgað reikninginn þótt hann vildi. Hann segir að skuldin verði líklega til þess að hann geti ekki flutt út frá mömmu sinni og pabba eins og hann hafði fyrirhugað að gera. 

Vodafone hefur boðist til að lækka símareikninginn um 30%. Þar sem þjófnaðurinn átti sér stað snemma í ágúst hefur Vodafone ekki lengur neinar upplýsingar um hvort Osian hafi hringt og tilkynnt að símanum hafi verið stolið eða ekki. Því sé ekki hægt að sanna að hann hafi gert það. Gögnin séu aðeins geymd í sextíu daga.

Frétt Guardian um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK