Madonna hætt eftir 27 ár

Veitingastaðnum Madonnu við Rauðarárstíg hefur verið lokað.
Veitingastaðnum Madonnu við Rauðarárstíg hefur verið lokað. Mynd/Vínótek

Búið er að loka veitingastaðurinn Madonnu við Rauðarárstíg en félagið HA veitingar ehf. er sá um reksturinn var úrskurðað gjaldþrota þann 10. október. Veitingastaðurinn var opnaður árið 1987 og er því mörgum Íslendingum vel kunnugur.

Í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að kröfum að upphæð 7,3 milljónir hafi verið lýst í búið en engar eignir fundust þar upp í.

Nýr ítalskur veitingastaður með áhrifum frá Miðjarðarhafinu verður opnaður í húsnæðinu um helgina. Staðurinn mun heita Resto og stendur matreiðslumaðurinn Jóhann Helgi Jóhannsson, að honum ásamt eiginkonu sinni. Vann hann hörðum höndum að undirbúningi opnunarinnar og við lagfæringar á húsnæðinu þegar mbl náði af honum tali.

Uppfært klukkan 15:17

Rekstur veitingastaðarins Madonnu var seldur úr félaginu HA veitingar ehf. fyrir tveimur árum og hefur verið í höndum félagsins IJR ehf. síðan. Vert er að taka fram að það félag er ekki gjaldþrota.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK