Electrolux-deild í Húsasmiðjunni

F.v: Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, Harpa Rún Eiríksdóttir og Egill …
F.v: Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, Harpa Rún Eiríksdóttir og Egill Björnsson, starfsmenn Húsasmiðjunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Húsasmiðjan opnaði um helgina sérstaka Electrolux deild, í verslun sinni við Skútuvog, sem mun sérhæfa sig í vörum frá þessum næststærsta framleiðanda eldhús- og heimilistækja í heiminum. Nýja deildin er sett upp í samstarfi við Electrolux og er sambærileg öðrum slíkum sem settar hafa verið upp á vegum framleiðandans. Starfsfólk deildarinnar verður með sérþekkingu á vörum frá Electrolux og mun fá sérstaka þjálfun á vegum fyrirtækisins.

„Þetta er jákvætt að við skulum hafa fengið þá til að fara í þetta með okkur núna þegar að heimilistækjamarkaðurinn er aftur farinn að vaxa á Íslandi,“ er haft eftir Árna Stefánssyni, forstjóra Húsasmiðjunnar, í fréttatilkynningu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK