Guðmundur kaupir Heimkaup.is

Móberg ehf. hefur ákveðið að selja Heimkaup.is úr rekstri sínum. Kaupendur eru Guðmundur Magnason og fleiri fjárfestar, en þeir eignast fyrirtækið með kaupum sínum á Magna verslunum ehf., eiganda Heimkaup.is, Skífunnar og Gamestöðvarinnar.

Heimkaup.is er ein stærsta vefverslun landsins með yfir 10.000 vörunúmer frá um 650 vörumerkjum og var stofnað fyrir rúmlega ári síðan. 

Skorri Rafn Rafnsson forstjóri Móbergs segir söluna tengjast framtíðarsýn fyrirtækisins.

„Móberg ætlar að einbeita sér að öðrum sviðum þ.á m. Bland.is, sem er vinsælasta sölutorg landsins, Netgíró ehf., tækni og hönnunar fyrirtækið WEDO ehf. og Mói Internet ehf. sem á 433.is, Sport.is, Hún.is og fleiri vefi. Framtíðin er björt og fjölmörg ný verkefni eru í bígerð. Á slíkum tímapunkti er gott að skerpa fókusinn og þessi sala er hluti af því verkefni,“ er haft eftir Skorra Rafni í fréttatilkynningu.

Nýr eigandi Heimkaup.is er Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri hjá Latabæ. Hann var m.a. framkvæmdastjóri Sony Center, Office One og BT fram til ársins 2005.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK