Hver tekur við eftir flugslysið?

Christophe de Margerie, forstjóri olíufyrirtækisins Total, lést í gær.
Christophe de Margerie, forstjóri olíufyrirtækisins Total, lést í gær. AFP

Ekki er ljóst hver mun fylla í skarð forstjóra franska olíufyrirtækisins Total eftir að hann lét lífið í flugslysi á flugvellinum í Moskvu í gærkvöldi. Fyrirtækið er það stærsta í Frakklandi þegar litið er til afkomu en það næststærsta ef tekið er tillit til stöðu á hlutabréfamarkaði.

Slysið varð er einkavél forstjórans, Christophe de Margerie, lenti í árekstri við snjóplóg en ljóst er orðið að ökumaður plógsins var drukkinn. Allir sem voru um borð í flugvélinni létust en auk de Margerie voru þar þrír áhafnarmeðlimir. Ökumaður snjóplógsins er nú í gæsluvarðhaldi.

Úr röðum starfsmanna

Í maí sl. sagði De Margerie þó í viðtali að eftirmaður hans yrði úr röðum starfsmanna fyrirtækisins líkt og hefð er þar fyrir. „Samkvæmt Total hefð verður það einhver úr hópnum. Ég mun gera allt sem þarft til þess að stjórnin geti valið og tilkynnt eftirmann minn þegar sá tími kemur,“ sagði hinn 63 ára gamli De Margerie. Hann hafði þó aldrei tilkynnt hver kæmi til greina. Tveir hafa þó verið nefndir í þessu samhengi; Philippe Boisseau, markaðsstjóri og Patrick Pouyanne, yfirmaður þróunardeildar.

Total sendi frá sér yfirlýsingu í morgun sem sagði fyrirtækið hefði fulla stjórn á þessum sorglegu aðstæðum. Þá sagði að stjórnin funda um málið sem allra fyrst.

De Margerie hefur verið forstjóri fyrirtækisins frá árinu 2006 og var sjálfur handvalinn af fyrri forstjóra þess

Frétt mbl: Ökumaður snjóplógsins drukkinn

Stjórnarformaður Total á blaðamannafundi í morgun.
Stjórnarformaður Total á blaðamannafundi í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK