Mælt með Íslandi í Newsweek

Baltasar Kormákur
Baltasar Kormákur Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Lífið er saltfiskur. Með tilvitnun í Brekkukotsannál Halldórs Laxness hefst grein um íslenska kvikmyndageirann í bandaríska tímaritinu Newsweek. Þar segir að Íslendingar séu einungis 325 þúsund talsins og með landsvæði á við Kentucky ríki í Bandaríkjunum. Þeir trúi hins vegar að vinnan göfgi manninn og eigi það nú við um kvikmyndagerð líkt og sjómennskuna.

Þá segir að Ísland sé ýmsum kostum búið fyrir kvikmyndatöku; Skattaívilnanir, fallegt landslag, nægt framboð af hæfu fólki og ódýr og endurnýjanleg orka. Síðasta atriðið höfði sérstaklega til fyrirtækja með umhverfisvæna stefnu. Í viðtalinu er meðal annars rætt við Daða Einarsson, listrænan stjórnanda RVX sem er hluti af RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks. Hann segir Ísland vera frábæran stað fyrir viðskipti vegna stuttra samskiptaleiða og auðvelt sé að ná tali af embættismönnum. 

Dreymt um víkinga í áratug

Um íslenska kvikmyndagerð er einnig fjallað í

<a href="http://issuu.com/mb-insight/docs/screen_oct_2014lr_0755203e5d840a" target="_blank">nýjasta tölublaði Screen Int'l</a>

þar sem Baltasar Kormákur og Agnes Johansen sátu fyrir svörum um fyrrnefnt framleiðslufyrirtæki. Þar segist Baltasar hafa þurft að leita fyrirmynda erlendis í upphafi ferilsins þar sem enginn íslenskur leikstjóri hefði markað sér nafn á heimsvísu. Eitthvað sem ljóst er að Baltasar hefur tekist að gera í dag.

Í viðtalinu segir Baltasar að heimurinn sé að breytast og í dag sé hægt að vinna meira frá Íslandi. Hann segir það ekki hafa heillað sig að flytja að heiman og verða einhver annar. „Ég gat farið og unnið vinnuna með þá hugsun að ætlaði að koma aftur og byggja eitthvað hérna heima,“ segir hann og vísar til Íslands. 

Rætt er um næsta verkefni RVK Studios sem kallast Viking og er byggð á gömlu Íslendingasögunum. Baltasar segir verkefnið verið í huga hans í rúman áratug en nú hafi hann aflað nægra tengsla til þess að láta það gerast með góðum hætti. Sérstaklega spennandi segir hann að vinna að slíkri mynd á sínu heimasvæði.

Frá tökustað í Reynsifjöru. Ísland þykir henta vel til kvikmyndagerðar.
Frá tökustað í Reynsifjöru. Ísland þykir henta vel til kvikmyndagerðar. Mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK