Allt vitlaust vegna Hitler kaffirjóma

Hitler mjólkin umtalaða.
Hitler mjólkin umtalaða. Mynd af Twitter

Röð mistaka varð þess valdandi að kaffirjómar með andlitsmyndum af Adolf Hitler og Benito Mussolini komust í umferð á hundruð kaffihúsa í Sviss.

Framleiðandinn Migros baðst í dag afsökunar á „þessu ófyrirgefanlega atviki“ og sagði að innköllun á allri framleiðslunni væri hafin.

Mikil gróska er í framleiðslu á kaffirjómum sem þessum í Sviss og keppast framleiðendur við að gefa út nýjar línur með nýjum myndum sem margir safna. Fyrrnefndar útgáfur fóru þó ekki í sölu á heimasíðu fyrirtækisins heldur var þeim dreift á hundruð  kaffihúsa og veitingastaða sem eru í viðskiptum hjá Migros. 

Migros sagði dótturfyrirtæki sitt, mjólkurframleiðandann Elsu, bera ábyrgð á framleiðslunni en ófullnægjandi innra eftirliti væri þó einnig um að kenna.

Hönnunin var gerð af fyrirtækinu Karo sem sérhæfir sig í myndum á kaffirjóma og voru hluti af línu sem byggð var á myndum af gömlum vindlategundum. Þar á meðal voru tegundir frá árunum fyrir seinni heimstyrjöldina þegar andlit umræddra aðila voru sett á pakkana.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK