Hlutabréf í Apple aldrei hærri

Apple er verðmætasta fyrirtæki í heimi.
Apple er verðmætasta fyrirtæki í heimi. AFP

Hlutabréf í bandaríska tæknirisanum Apple hafa aldrei verið verðmætari en í dag. Hlutabréf í fyrirtækinu kosta nú 103,75 bandaríkjadali, en höfðu áður hæst farið í 103,74 dollara.

Heildarverðmæti félagsins er metið í kringum 620 milljarða bandaríkjadala, sem gerir fyrirtækið að langverðmætasta fyrirtæki heimsins.

Greiningaraðilar segja öruggt tekjustreymi fyrirtækisins helstu ástæðu hás verðs hlutabréfanna. Fyrirtækið kynnti nýverið til sögunnar nýjar útgáfur af iPhone-snjallsímum, sem og nýjan iPad og tölvur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK