Össur hagnaðist um 1,9 milljarða

Össur var stofnað á Íslandi árið 1971 en er í …
Össur var stofnað á Íslandi árið 1971 en er í dag alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur.

Hagnaður Össurar á þriðja ársfjórðungi nam 16 millljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar 1,9 milljörðum kr., eða 13% af sölu. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 13 milljónum dala, eða 12% af sölu á þriðja ársfjórðungi 2013.

„Við erum mjög ánægð með góða arðsemi á þessum ársfjórðungi og erum með sterkasta sjóðstreymi sem við höfum séð hingað til. Sala á stoðtækjum er mjög góð á öllum okkar helstu mörkuðum og í helstu vöruflokkum. Sala á spelkum og stuðningsvörum er í takti við væntingar okkar. Við höfum lagt aukna áherslu á bætta arðsemi af vöruframboði okkar og einbeitum okkur að hágæðavörum og vörunýjungum sem skila nú jákvæðum niðurstöðum,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, í tilkynningu.

Þar kemur ennfremur fram, að sala hafi numið 127 milljónum dala (15,4 milljarðar kr.) samanborið við 105 milljónir Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi 2013. Söluvöxtur var 21%, þar af 6% innri vöxtur, hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt.

Sala á spelkum og stuðningsvörum jókst um 19% samanborið við þriðja ársfjórðung 2013, þar af var innri vöxtur 0%, hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt.

Sala á stoðtækjum jókst um 23% samanborið við þriðja ársfjórðung 2013, þar af var innri vöxtur 15%, hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt.

Framlegð nam 81 milljón Bandaríkjadala eða 64% af sölu, samanborið við 65 milljónir Bandaríkjadala og 62% af sölu á þriðja ársfjórðungi 2013.

EBITDA jókst um 30% og nam 29 milljónum Bandaríkjadala sem er 23% af sölu, samanborið við 22 milljónir Bandaríkjadala og 21% af sölu á þriðja ársfjórðungi 2013.

Handbært fé frá rekstri nam 33 milljónum Bandaríkjadala eða 26% af sölu, samanborið við 24 milljónir Bandaríkjadala og 23% af sölu á þriðja ársfjórðungi 2013.

Endurskoðuð áætlun fyrir árið 2014

 

Vegna mikils söluvaxtar og góðrar arðsemi í ársfjórðungnum hefur félagið endurskoðað áætlun fyrir árið 2014. Endurskoðuð áætlun fyrir árið 2014 er eftirfarandi:

  • Söluvöxtur í staðbundinni mynt á bilinu 18-19% (var áður 16-18%)
  • Innri söluvöxtur á bilinu 4-5%, mælt í staðbundinni mynt (var áður 3-4%)
  • EBITDA framlegð sem hlutfall af sölu á bilinu 20-21% (var áður 19-20%)
  • Fjárfestingar (CAPEX) á bilinu 2,5-3,5% af sölu (óbreytt)
  • Virkt skatthlutfall um 26% (óbreytt)

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK