Stjórnarformaður Tesco segir af sér

Tesco er í alvarlegum vanda
Tesco er í alvarlegum vanda AFP

Stjórnarformaður stærstu smásölukeðju Bretlands, Tesco, sagði af sér í dag eftir að óháð rannsóknarnefnd greindi frá því að alvarleg mistök hefðu verið gerð í bókhaldi fyrirtækisins. Mistökin leiddu til þess að afkoma Tesco var mjög ofmetin.

Richard Broadbent tilkynnti í morgun að hann myndi láta af starfi stjórnarformanns en samkvæmt rannsókn Deloitte virðist sem mistökin nái mun lengra aftur en áður var talið. Hagnaður Tesco var ofmetinn um sem nemur 263 milljónum punda, 51 milljarð íslenskra króna.

Broadbent segir mikilvægt að stjórn Tesco tryggi það að ný framkvæmdastjórn taki við hjá fyrirtækinu og áætlanir og rekstur félagsins verði endurmetin. Hagnaður Tesco nam sex milljónum punda á fyrri hluta ársins samanborið við 820 milljónir punda á sama tímabili í fyrra.

Tesco, sem er þriðja stærsta smásölukeðja heims, kom fjárfestum verulega á óvart fyrir mánuði þegar tilkynnt var að afkoma fyrirtækisins á sex mánaða tímabili sem lauk 23. ágúst hefði verið ofmetin um sem nemur 250 milljónum punda.

Nú þegar rannsókn Deloitte er lokið hefur sú fjárhæð hækkað í 263 milljónir punda en inni í þeirri fjárhæð eru mistök frá því í fyrra.

Hlutabréf Tesco hrundu í verði í kjölfarið og ákvað bandaríski milljarðamæringurinn Warren Buffet að losa sig við hlutabréfin í Tesco. 

Í morgun hefur Tesco lækkað um 4,84% í kauphöllinni í Lundúnum.

Yfirmenn hjá Tesco reknir

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK