Century Aluminum kaupir álver Alcoa

Norðurál, dótturfélag Century Aluminum, rekur álverið á Grundartanga.
Norðurál, dótturfélag Century Aluminum, rekur álverið á Grundartanga. mbl.is/Árni Sæberg

Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls sem rekur álverið á Grundartanga, tilkynnti í dag að dótturfélag í sinni eigu hefði keypt 50,3 prósent hlut Alcoa í álverinu Mt. Holly og á það nú að fullu.

Mt. Holly álverið er í Berkeley í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum og starfa þar um sex hundruð manns en álverið hefur um 229 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. 

Michael Bless, forstjóri Century Aluminum, segir fyrirtækið vera velkunnugt málefnum álversins þar sem þeir hafa löngum átt í því stóran hlut og sagðist spenntur fyrir tækifærunum sem fylgdu yfirtökunni. Hann sagði kaupin vera hluta af áætlunum þeirra um aukna álframleiðslu í Bandaríkjunum.

Í samningnum felst að Century yfirtekur félagið, Alumax of South Carolina, dótturfélag Alcoa, sem heldur utan um hlut félagsins í álverinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK