Kusu gegn bananasamruna

Chiquita hafnaði samruna við Flyffes.
Chiquita hafnaði samruna við Flyffes. AFP

Hluthafar í bananaframleiðandanum Chiquita greiddu í dag atkvæði gegn samruna með írska samkeppnisaðilanum Fyffes og verða nú hafnar viðræður við brasilísku fyrirtækin Cutrale og Safra. Í kjölfar fréttanna lækkaði verð hlutabréfa í Fyffes um níu prósent en hlutabréf Chiquita hækkuðu hins vegar um 3,7 prósent.

Ef samruninn hefði gengið í gegn hefði stærsti bananaframleiðandi í heimi orðið til með um 4,6 milljarða Bandaríkjadala í tekjur á ári. Forstjóri Chiquita, Edward Lonergan, sagði að þó svo að Flyffes hefði orðið góður samstarfsaðili myndu þeir halda áfram sem samkeppnisaðilar.

Forsvarsmenn Chiquita höfðu áður sagt að það væri forsenda fyrir því að hefja viðræður við safaframleiðandann Cutrale og fjárfestingarbankann Safra að samrunanum við Fyffes yrði fyrst hafnað.

Þegar fyrst var tilkynnt um samrunann hefði Chiquita getað flutt höfuðstöðvar sínar til Dublin í Írlandi þar sem sem skattgreiðslur eru mun lægri en síðan þá hafa yfirvöld hins vegar kynnt áform um að fyrirtækjum verði gert erfiðara að nýta sér þetta skattahagræði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK