Ákærður í fjórum málum á sama tíma

Hreiðar Már Sigurðsson.
Hreiðar Már Sigurðsson. Kristinn Ingvarsson

„Í öllum þessum málum er enginn ákærði eða verjandi sem hefur hagsmuni af því að tefja málsmeðferðina,“ segir Hörður Fel­ix Harðar­son, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar í Al-Thani málinu og markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða.

Aðalmeðferð síðarnefnda málsins var frestað til 20. apríl á næsta ári við fyrirtöku málsins fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Stefnt hafði verið að því að aðalmeðferð myndi hefjast þann 19. janúar. Málinu var frestað vegna þess að Al-Thani málið hefur verið sett á dagskrá Hæstaréttar þann 26. og 27. janúar á næsta ári en fram kom í máli dómara að svo hefði verið gert að kröfu verjenda. Beðið var um að málið yrði í fyrsta lagi sett á dagskrá þann 21. janú­ar, eða tveim­ur dög­um eft­ir að aðalmeðferð markaðsmis­notk­un­ar­máls­ins átti að hefjast. Ljóst var því að ekki gæti orðið að aðalmeðferð málsins á sama tíma.

Niðurstaða Al-Thani málsins mun nú liggja fyrir

Þrír menn eru ákærðir í báðum málum, þ.e. Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Verjendur Hreiðars og Magnúsar neituðu því við fyrirtöku í gær að hafa farið fram á frestinn og sagðist Ólafur Eiríksson, verjandi Sigurðar, í svari við fyrirspurn mbl að það hefði engum vandkvæðum verið bundið fyrir hann að flytja málið hvenær sem er.

„Verjendur eru að fresta málsmeðferð í einstaka málum sem eru að rekast á vegna þess að ákæruvaldið er búið að ákæra menn í mörgum málum og þar á meðal umbjóðanda minn í fjórum málum á sama tíma. Menn verða að hafa tíma til að undirbúa sig,“ segir Hörður Felix, verjandi Hreiðars Más.

Samhliða frestun aðalmeðferðarinnar var frestur til að skila greinargerðum einnig framlengdur til 4. mars 2015 og er því ljóst að niðurstaða Al-Thani málsins mun liggja fyrir á þeim tíma. Verjandi Hreiðars Más kvað það gott að svo skuli vera ef þar kynnu að koma fram fordæmisgefandi sjónarmið um umboðssvik auk annarra atriða.

Frétt mbl: Óvíst hver vildi fresta málinu

Sigurður Einarsson í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Sigurður Einarsson í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Þórður
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK