Félag Kristjáns yfirtekur félag Kristjáns

Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, er stjórnarmaður félaganna beggja.
Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, er stjórnarmaður félaganna beggja. Árni Sæberg

Hluthafar Svöluhrauns ehf. og Fiskveiðihlutafélagsins Venusar hf. staðfestu á hluthafafundi sem haldinn var í gærkvöldi samruna félaganna tveggja í samræmi við samrunaáætlun dags. 15. ágúst 2014. Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda, er stjórnarmaður félaganna beggja og og Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, er jafnframt stjórnarmaður í báðum félögum.

Með samrunanum yfirtekur Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. einkahlutafélagið Svöluhraun og hið sameinaða félag mun starfa framvegis undir nafni og kennitölu yfirtökufélagsins. Svöluhraun og Fiskveiðihlutafélagið Venus teljast til fjárhagslega tengdra aðila fruminnherja félagsins vegna aðkomu Kristjáns og Vilhjálms sem að framan greinir.

Kaupa upp hluti í Venusi

Í frétt Viðskiptablaðisins í fyrra kom fram Svöluhraun ehf. hafi sínum tíma verið stofnað til að kaupa hlut annarra einstaklinga í hluthafahópi Fiskveiðahlutafélagsins Venusi. Á síðasta ári keyptu Kristján, Birna Loftsdóttir og Sigríður Vilhjálmsdóttir 31,44% hlut Kristínar Vilhjálmsdóttur og Ingibjargar Björnsdóttur, ekkju Árna Vilhjálmssonar, fyrrverandi stjórnarformanns HB Granda í Fiskveiðahlutafélaginu.

Fiskveiðihlutafélagið Venus er þá að mestu í eigu Kristjáns og Birnu Loftsbarnaeiga og Kristínar, Sigríðar og Árna Vilhjálmsbarna

Fiskveiðihlutafélagð Venus hf. á hlutafé að nafnverði kr. 11.755.937 í HB Granda, eða 0,65% af heildarhlutafé félagsins. Fiskveiðihlutafélagið Venus hf. á 39,50% eignarhlut í Hval hf. Hvalur hf. á 99,8% eignarhlut í í Vogun hf. Vogun hf. á hlutafé að nafnverði kr. 610.661.942 eða 33,51% af heildarhlutafé HB Granda. Vogun hf. og Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. eiga auk þess ráðandi hlut í Hampiðjunni hf. en Hampiðjan hf. á hlutafé að nafnverði kr. 160.074.981, eða 8,78% af heildarhlutafé HB Granda.

Frétt mbl.is: Kaupa hlut Árna Vilhjálmssonar í HB Granda

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK