Gjaldþrotum fækkaði á árinu

Mesta fjölgun gjaldþrota var í flokknum „Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar“ …
Mesta fjölgun gjaldþrota var í flokknum „Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar“ eða 200%. mbl.is/Rax

Gjaldþrot einkahlutafélaga á síðustu tólf mánuðum, frá október 2013 til september 2014, hafa dregist saman um sautján prósent samanborið við tólf mánuði þar á undan. Alls voru 822 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Gjaldþrotum í flokknum „Upplýsingar og fjarskipti“ hefur fækkað mest, eða um 31 prósent á síðustu tólf mánuðum.

Þá fækkaði gjaldþrotum í liðnum „Heild- og smásöluverslun og viðgerðir á vélknúnum ökutækjum“ um 53 prósent. Mest fjölgaði í flokknum „Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar“, eða um 200 prósent en þau voru þrjú á síðastliðnu ári en hins vegar aðeins eitt á árinu þar á undan.

Nýskráningum einkahlutafélaga á síðustu 12 mánuðum fjölgaði um 10 prósent samanborið við tólf mánuði þar á undan. Alls voru 2.047 ný félög skráð á tímabilinu. Mesta fjölgunin á nýskráningum er í flokknum „Flutningar og geymsla“ eða tæp 39% fjölgun á síðustu tólf mánuðum

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK