Rúmlega tvöfalt hærri laun í Danmörku

C
C

Starfsmaður hjá Burger King í Kaupmannahöfn ber rúmlega tvöfalt meira úr býtum en starfsmaður hjá sama fyrirtæki í Bandaríkjunum. New York Times og Pro Publica fjalla um launabaráttu starfsmanna skyndibitastaða í Bandaríkjunum.

Hampus Elofsson starfar hjá Burger King í Kaupmannahöfn og er vinnuvikan 40 tímar. Þegar NYT ræðir við hann þá er Elofsson á leið í bíó og bjór með vinunum. Hann er búinn að greiða leigu mánaðarins og alla reikninga, leggja til hliðar og á samt sem áður pening til þess að kíkja út með vinunum.

Launin eru 20 Bandaríkjadalir á tímann eða 2.430 íslenskar krónur. Þetta 2,5 sinnum meira en skyndibitakeðjur greiða sínum starfsmönnum í Bandaríkjunum. 

„Þú getur lifað mannsæmandi lífi hér sem starfsmaður á skyndibitastað,“ segir Elofsson, 24 ára í viðtali við NYT. „Þú þarft ekki að berjast við að ná endum saman.“

Samkvæmt NYT og Pro Publica velta ýmsir því fyrir sér hvers vegna skyndibitakeðjur í Danmörku geta greitt starfsmönnum sínum 20 dali á tímann hvers vegna þær geta ekki greitt starfsmönnum sínum í Bandaríkjunum 15 dali á tímann líkt og starfsmenn á bandarískum skyndibitastöðum hafa krafist.

„Við sjáum það að í Danmörku er hægt að reka skyndibitastað með hagnaði á þessum launum,“ segir John Schmitt, hagfræðingur hjá Center for Economic Policy Research.

Margir benda hins vegar á þann mikla mun sem er á Danmörku og Bandaríkjunum. Meðal annars hversu dýrt er að lifa í Danmörku og skattar háir á sama tíma og velferðarkerfið sé gott. Eins sé hagnaður danskra skyndibitastaða ekki jafnmikill og hjá þeim bandarísku.

Steve Caldeira, forseti International Franchise Association, segir að það að bera saman fyrirtækjarekstur og starfsmannamál í Danmörku og Bandaríkjunum sé það sama og bera saman epli og appelsínur. Danmörk sé lítið land þar sem miklu dýrara er að búa. Eins sé verkalýðshreyfingin sterk þar og það hafi sitt að segja.

Í greininni er einnig fjallað um laun starfsmanna á bandarískum skyndibitastöðum en að meðaltali eru þeir með 8,90 dali á tímann. Það svarar til 1.090 íslenskra króna. Margir þeirra þurfa á opinberum framfærslustyrk að halda svo þeir eigi í sig og á. 

Vaktstjóri hjá Burger King í Flórída, Anthony Moore, fær 9 Bandaríkjadali á tímann en hann vinnur yfirleitt 35 tíma á viku sem þýðir að hann fær um 300 dali útborgaða á viku (36.450 krónur). Hann borgar 600 dali í húsaleigu á mánuði og mjög oft getur hann ekki greitt hita- og rafmagnsreikninga. Þar sem hann er einstæður faðir fær hann 164 dali á mánuði í matarmiða (food stamps) fyrir dætur sínar tvær sem eru tveggja og fimm ára gamlar.

„Stundum spyr ég sjálfan mig - á ég að kaupa mat eða á ég að kaupa föt á þær,“ segir Moore. Hann segir að ef hann fengi 20 dali á tímann gæti hann lifað af í raun og veru í stað þess að láta sig dreyma um mannsæmandi líf.

Umfjöllun NYT

Berlingske

 

Laun vaktstjóra hjá Burger King í Bandaríkjunum eru 9 Bandaríkjadalir …
Laun vaktstjóra hjá Burger King í Bandaríkjunum eru 9 Bandaríkjadalir á tímann. Starfsmaður á plani hjá sama fyrirtæki í Danmörku fær 20 dali á tímann. AFP
Starfsmenn á bandarískum skyndibitastöðum hafa lengi barist fyrir því að …
Starfsmenn á bandarískum skyndibitastöðum hafa lengi barist fyrir því að fá mannsæmandi laun. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK