Um 70 milljarða verktaka

Ístak er að leggja lokahönd á vegskála fyrir norsku vegagerðina …
Ístak er að leggja lokahönd á vegskála fyrir norsku vegagerðina í Ytre Sortvik í Finnmörku. Ljósmynd/Ístak

ÍAV, sem er í eigu svissneska verktakafyrirtækisins Marti Contractor, gerði í samvinnu við önnur Marti-fyrirtæki samning upp á tíu milljarða króna við norsku vegagerðina nú fyrir helgi.

Um er að ræða byggingu 5,8 kílómetra jarðganga í Norður-Noregi. Auk þess munu fyrirtækin byggja brú yfir Manndalsána. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist í desembermánuði, samkvæmt upplýsingum Sigurðar Sigurðssonar, yfirmanns hjá Marti Norge AS í Noregi.

Jafnframt er fyrirtækið með 25 milljarða samning um jarðgangagerð við Stafangur og önnur jarðgangagerð, samningur upp á um níu milljarða, er á lokastigi, samkvæmt upplýsingum Sigurðar. Í umfjöllun um umsvif Ístaks í Noregi í Morgunblaðinu í dag  kemur fram, að starfsmenn fyrirtækisins þar eru á milli 300 og 400.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK