Fall MySpace var þeim að kenna

MySpace síðan var vinsæl fyrir tíma Facebook.
MySpace síðan var vinsæl fyrir tíma Facebook. Mynd/MySpace

Samfélagsmiðilinn MySpace hefði getað orðið jafn vinsæll og Facebook eða Youtube. „Við klúðruðum þessu,“ sagði fjárfestirinn Rupert Murdoch á Wall Street Journal ráðstefnu í Kaliforníu í gær. 

News Corp, fjölmiðlasamsteypa í eigu Murdoch, keypti vefsíðnuna árið 2005 á hápunkti vinsælda hennar fyrir 580 milljónir Bandaríkjadala. MySpace var hins vegar selt á árinu 2011 fyrir 35 milljónir Bandaríkjadala en kaupandinn var Specific Media.

Murdoch sagði þetta hafa verið kostnaðarsamt veðmál sem umbreyttist í röð glataðra, rándýrra tækifæra. „Þetta var rétt fyrir Facebook og við vorum að fara setja á fót myndbandaþjónustu sem hefði komið til þremur mánuðum á undan Youtube.“ Hann sagðist hafa farið að vitlausum ráðum og að lokum kaffært áætlununum í skriffinnsku. Þá sagði hann að News Corp hefði átt að treysta þáverandi stjórnendum MySpace eða skipta alfarið um stjórn fyrirtækisins.

Í síðasta mánuði keypti Murdoch fasteignasöluna Moce Inc fyrir 950 milljónir dollara en fyrirtækið starfar alfarið á netinu. Hann sagði markaðinn vera afmarkaðan og að mikil vinna væri fyrir höndum en sagðist þó vongóður fyrir framhaldinu.

CNN greinir frá þessu.

Rupert Murdoch
Rupert Murdoch AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK