Íslandsbanki kærði Höllu til FME

Halla Sigrún Hjartardóttir stjórnarformaður FME.
Halla Sigrún Hjartardóttir stjórnarformaður FME.

Íslandsbanki kærði Höllu Sigrúnu Hjartardóttur, núverandi stjórnarformann Fjármálaeftirlitsins (FME), til FME og sérstaks saksóknara eftir að hún lét af störfum og hóf störf hjá Straumi. 

Kærurnar voru látnar niður falla hjá báðum embættum, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins og mun það hafa verið gert áður en Halla hóf störf hjá Straumi. Málunum lauk því fyrir áramót 2011-2012.

Tómas Sigurðsson, yfirlögfræðingur Íslandsbanka segir í samtali við Viðskiptablaðið að hann vilji ekki tjá sig um kærurnar en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins var Höllu gefið að sök að hafa tekið með sér upplýsingar úr bankanum þegar hún skipti um vinnu.

Hættir sem stjórnarformaður FME

Fékk nærri milljarð á Skeljungssölu

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK