Samsung undir í samkepninni

Eftirspurn eftir Samsung símum hefur dregist saman.
Eftirspurn eftir Samsung símum hefur dregist saman. AFP

Segja má að tæknirisinn Samsung hafi orðið undir í samkeppninni á snjallsímamarkaðnum en hagnaður félagsins á síðasta ársfjórðungi var sá minnsti í þrjú ár og féll um tæp 50 prósent milli ára.

Hagnaður Samsung nam um fjórum milljörðum dollara á þriðja ársfjórðungi og hafa sölutekjurnar dregist saman um tuttugu prósent á síðastliðnu ári. Í yfirlýsingu félagsins sagði að tekjurnar hefðu dregist saman sökum þess að meira selst orðið af ódýrari gerðum snjallsíma. Markaðshlutdeild Samsung hefur fallið úr 33,3 prósent niður í 25,2 prósent á síðasta ári.

Í yfirlýsingunni sagði jafnframt að farsímahluti fyrirtækisins væri að ganga í gegnum tímabundna erfiðleika en stefnt væri að stöðugum vexti eftir fyrirhugaða endurskipulagningu rekstursins.

Samsung var áður með sterka markaðshlutdeild í Kína og tróndi í efsta sæti yfir vinsælustu farsímana en kínverski farsímaframleiðandinn Xiaomi skaut þeim hins vegar í annað sæti. Símar Xiaomi eru mun ódýrari og er meðalverð þeirra um 100 dollarar á meðan meðalverð á Samsung Galaxy síma er um 500 dollarar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK