Frestur aftur framlengdur

mbl.is/Hjörtur

Slitabú Landsbankans (LBI) og Landsbankinn komust í dag að samkomulagi að framlengja aftur frestinum vegna gildisskilyrða í samningi um breytingar á skilmálum skuldabréfa Landsbankans til 17. nóvember næstkomandi. 

LBI hef­ur sent Seðlabanka Íslands fjór­ar und­anþágu­beiðnir um heim­ild til að greiða hluta­greiðslur til for­gangs­kröfu­hafa, sam­tals að jafn­v­irði rúm­lega 402 millj­arðar króna, miðað við gengi þann 30. sept­em­ber 2014.

Ekki reynd­ist mögu­legt fyr­ir Seðlabanka Íslands að svara er­indi LBI fyr­ir 1. októ­ber, eins og farið var fram á, og var frest­ur til að taka af­stöðu til und­anþágu­beiðna slita­stjórn­ar­inn­ar því fram­lengd­ur fyrst til 24. október, svo til 31. sama mánaðar og nú loks til 17. nóvember. 

Sjá frétt mbl.is: Frestur framlengdur um viku

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK