Stýrivextir hækkaðir í Rússlandi

Viðskiptabann Banda­ríkja­manna og Evr­ópu­sam­bands­ins ásamt lækkandi olíuverði hefur haft slæm …
Viðskiptabann Banda­ríkja­manna og Evr­ópu­sam­bands­ins ásamt lækkandi olíuverði hefur haft slæm áhrif á efnahag Rússlands. AFP

Seðlabankinn í Rússlandi tilkynnti í dag að stýrivextir bankans yrðu hækkaðir um 1,5 prósent eða úr átta prósentustigum í 9,5 prósent. Er þetta tilraun til að komu stöðugleika á gengi rúblunnar sem nú er í sögulegu lágmarki frá því að hún var tekin upp árið 1998.

Stýrivextirnir verða hækkaðir þann 5. nóvember. Áhrif viðskipta­banns Banda­ríkja­manna og Evr­ópu­sam­bands­ins sem sett var á í kjöl­far inn­rás­ar Rússa í Úkraínu hefur haft töluverð áhrif á efnahag landsins auk þess sem lækkandi olíuverð hefur gert ástandið verra.

Verðbólg­an í Rússlandi var tölu­vert há áður en viðskipta­bannið var sett á en Rúss­ar hafa haft áhyggj­ur af því að lækk­andi rúbla muni auka enn á bólg­una. 

Stýrivextir í Rússlandi hafa á árunum 2003 til 2014 verið að meðaltali um 6,5 prósent en hæstir voru þeir 10,5 prósent í apríl 2009. Lægstir voru þeir 5 prósent í júní 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK