Vilhjálmur stærsti hluthafi Kjarnans

Hluthafar í Kjarnanum
Hluthafar í Kjarnanum

 Nýir hluthafar eru komnir í hluthafahóps Kjarnans en Hjálmar Gíslason leiðir hóp fjárfesta sem koma að vefmiðlinum. Stærsti hluthafinn nú er Miðeind ehf., í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar sem á 13,7 prósent%. 

Í fréttatilkynningu kemur fram að Hjálmar Gíslason, stofnandi Datamarket, leiði hóp fjárfesta með mikla reynslu af frumkvöðlastarfsemi og uppbyggingu nýrra fyrirtækja sem koma nú inn í eigendahóp Kjarnans. Hjálmar verður auk þess formaður nýrrar stjórnar Kjarnans. Þá munu ýmsir sérfræðingar sitja í ráðgjafaráði Kjarnans, sem verður stjórnendum og stjórn Kjarnans innan handar og til aðstoðar við að hrinda nýjum verkefnum í framkvæmd, samkvæmt tilkynningu en greint var frá viðræðum Hjálmars og eigenda Kjarnans á mbl.is þann 4. október sl.

 Stofnendur og starfsmenn Kjarnans munu áfram eiga rúman meirihluta í félaginu, 67 prósent.

Miðeind ehf., í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar (13,7 prósent), Magnús Halldórsson (13,0 prósent), Þórður Snær Júlíusson (13,0 prósent), Ægir Þór Eysteinsson (11,5 prósent), Gísli Jóhann Eysteinsson (11,5 prósent), Hjalti Harðarson (11,5 prósent), HG80 ehf. í eigu Hjálmars Gíslasonar (8,1 prósent), Fagriskógur ehf., í eigu Stefáns Hrafnkelssonar (6,3 prósent), Ágúst Ólafur Ágústsson (5,0 prósent), Jónas Reynir Gunnarsson (3,2 prósent) og Birgir Þór Harðarson (3,2 prósent).

 Stjórn Kjarnans: Hjálmar Gíslason, sjálfmenntaður tölvuforritari og frumkvöðull. Stofnandi og framkvæmdastjóri Datamarket, nú Qlik á Íslandi. Stjórnarformaður.

Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir. Vilhjálmur hefur komið víða við á meira en þrjátíu ára ferli sem fjárfestir, frumkvöðull og stjórnarmaður fyrirtækja. Meðal annars var hann árum saman stjórnarformaður leikjafyrirtækisins CCP. Vilhjálmur er gjaldkeri stjórnmálaflokks, Samfylkingarinnar.

Guðrún Inga Ingólfsdóttir, hagfræðingur og starfsmaður eignastýringar Gildis lífeyrissjóðs. Guðrún Inga hefur víðtæka reynslu af greiningu rekstrar fyrirtækja. Þá hefur hún gegnt ýmsum félagsstörfum, meðal annars fyrir stjórnmálaflokk, Sjálfstæðisflokkinn. Hún situr í ráðgjafaráði Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Ráðgjafaráð:

Ágúst Ólafur Ágústsson, lögfræðingur og hagfræðingur frá HÍ, með meistarapróf frá NYU í New York. Ágúst Ólafur var eitt sinn þingmaður og varaformaður stjórnmálaflokks, Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur hefur víðtæka reynslu af sérfræðistörfum, bæði hér á landi og erlendis m.a. fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Hann starfar nú sem ráðgjafi hjá Capacent.

Hjalti Þórarinsson, BS í verkfræði frá HÍ, MBA frá MIT í Boston. Hefur búið í Seattle í Bandaríkjunum undanfarinn tæpan áratug ásamt fjölskyldu sinni og starfað og gegnt stjórnunarstörfum í hugbúnaðargeiranum, meðal annars fyrir Microsoft. Hann stofnaði fyrirtæki á Íslandi á námsárum sínum við í Háskóla Íslands, Dimon hugbúnaðarhús, ásamt félögum sínum og gegndi stöðu framkvæmdastjóra áður en hann fór í nám til Boston.

Ragnheiður M. Magnúsdóttir, vélaverkfræðingur og með meistarapróf í framleiðsluverkfræði, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar. Hún hefur gegnt margvíslegum ábyrgðar- og stjórnunarstörfum í bæði fjarskipta- og hugbúnaðargeiranum á farsælum starfsferli.


Rakel Tómasdóttir, nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur unnið sem hönnuður fyrir Kjarnann undanfarið ár og meðal annars hannað forsíður fyrir fréttatímaritið Kjarnann, sem var fyrsta vara fyrirtækisins, Kjarnans miðla ehf.

Stefán Hrafnkelsson, meistarapróf í tölvuverkfræði frá University of Washington í Seattle. Hann hefur auk víðtækrar starfsemi erlendis unnið að uppbyggingu Betware og forvera þess undanfarin ár, sem stofnandi, stjórnandi og frumkvöðull. Hann seldi nýverið hlut sinn í Betware, en það er með vel á annað hundrað starfsmenn, aðallega tæknimenntað fólk, í höfuðstöðvum sínum í Holtasmára í Kópavogi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK