Verslun 12 tóna í Hörpu lokar

Lárus Jóhannesson, annar eigandi 12 Tóna.
Lárus Jóhannesson, annar eigandi 12 Tóna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Verslun 12 Tóna sem staðsett er á jarðhæð Hörpu verður lokað síðar í mánuðinum. Lár­us Jó­hann­es­son, ann­ar eig­andi versl­un­ar­inn­ar, segir að reksturinn hafi einfaldlega ekki staðið undir sér.

Verslunin hefur verið í Hörpu frá opnun hennar í maí 2011. „Þetta hefur verið skemmtilegur tími en maður verður því miður bara að horfa á tölurnar,“ segir Lárus. Rekstrarleyfissamningur 12 Tóna var til sjö ára en Lárus segir verslunina hafa verið dýra í rekstri og salan ekki náð þeim væntingum sem til stóðu. „Við þurftum því bara að bregðast við og loka en einbeitum okkar bara að 12 Tónum á Skólavörðustíg og útgáfunni sem gengur mjög vel,“ segir hann.

Versluninni verður lokað í lok mánaðarins og segist Lárus ekki vita hvað komi í staðinn. „Ég vona bara að eitthvað skemmtilegt komi þarna inn og að það vaxi og dafni,“ segir hann.

Versl­un­in 12 Tón­ar var stofnuð árið 1998 á Skóla­vörðustíg og reka 12 Tónar einnig útgáfu undir eigin merkjum sem gefið hefur út fjölmarga íslenska tónlistarmenn. Hafa útgáfurnar hafa hlotið margar viðurkenningar og meðal annars á þriðja tug Íslenskra tónlistarverðlauna

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK