Svona samþykkir þú skuldaleiðréttinguna

Kortalesari fyrir rafræn skilríki.
Kortalesari fyrir rafræn skilríki. Ernir Eyjólfsson

Á næstu dögum verður niðurstaða skuldaleiðréttingarinnar kynnt og hefur Landsbankinn sent frá sér leiðbeiningar um hvernig sé hægt að nálgast niðurstöðuna en til að samþykkja hana þarf að notast við rafræn skilríki. Samþykki skuldaleiðréttingarinnar hefst í desember og er áætlað að einstaklingar hafi níutíu daga til að undirrita og samþykkja niðurstöðuna.

Gert er ráð fyr­ir að leiðrétt­ing­in verði kynnt op­in­ber­lega mánu­dag­inn 10. nóv­em­ber og niðurstaðan birt­ist um­sækj­end­um dag­inn eft­ir, eða 11. nóv­em­ber. Alls bár­ust um 69 þúsund um­sókn­ir um leiðrétt­ingu hús­næðislána frá um 105 þúsund kenni­töl­um og nota þarf ra­f­ræn skil­ríki til und­ir­rit­un­ar á ráðstöf­un leiðrétt­ing­ar­fjár­hæðar.

Í septembermánuði voru þegar hátt í 100 þúsund manns með virk ra­f­ræn skil­ríki en öðrum er bent á að tryggja sér rafræn skilríki tímanlega og strax í nóvember til að forðast langa bið þar sem búist er við töluverði ásókn þar á eftir.

Hvað þarf að gera

Þeir sem eiga rétt á leiðréttingunni þurfa að samþykkja niðurstöður hennar á vefnum leiðretting.is. Til þess að gera það þarf að gera eftirfarandi:

  1. Verða sér úti um rafræn skilríki.

  2. Fyrst þarf að ganga úr skugga um hvort SIM-kortið í símanum styðji við rafræn skilríkin.

  3. Ef SIM-kortið styður við skilríkin þarf ekki nýtt kort, en hér er hægt að kanna hvort kortið styðji við skilríkin.

  4. Ef útvega þarf nýtt SIM-kort þarf að leita til viðkomandi símfélags og fá slíkt.

  5. Að því loknu er hægt að fara í útibú viðkomandi viðskiptabanka til að virkja skilríkin. Framvísa þarf löggildum persónuskilríkjum þegar rafræn skilríki eru virkjuð í bankanum.

  6. Fara inn á leiðrétting.is og samþykkja niðurstöðuna.
  • Þeir sem hins vegar vilja ekki rafræn skilríki í símann eða hafa ekki möguleika á slíku þurfa að sækja um einkaskilríki frá Auðkenni en þau fást ókeypis og eru í boði á vef Leiðréttingarinnar. 

Ákvörðun var tekin um nýt­ingu ra­f­rænna skil­ríkja til að tryggja ör­yggi um­sækj­enda og efla ör­ugg ra­f­ræn viðskipti á Íslandi að sögn Fjármálaráðuneytisins. Skil­ríkin eru fá­an­leg á öll­um farsím­um og kort­um og eru að sögn þægi­leg og ein­föld í notk­un, ein­ung­is þarf eitt 4 til 8 stafa núm­er.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK