Carlsberg kaupir grískan bjórframleiðanda

Carlsberg.
Carlsberg.

Danski bjórframleiðandinn Carlsberg hefur keypt 51 prósent hlut í gríska bjórframleiðandanum Olympic, sem er sá þriðji stærsti í Grikklandi. Eftir kaupin er Carlsberg með 29 prósent markaðshlutdeild á gríska bjórmarkaðnum.

Í tilkynningu frá Carlsberg segir að áhugaverð tækifæri liggi í Grikklandi og að fyrirtækið hefði náð góðum með árangri gríska bjórframleiðandann Mythos eftir yfirtöku hans en Carlsberg og Heineken tóku Mythos sameiginlega yfir á árinu 2008. Heineken er með stærstu markaðshlutdeildina í Grikklandi eða 55 prósent.

Að sögn Carlsberg mun Olympic njóta góðs af samlegðaráhrifum í innkaupum, framleiðslu og dreifingu. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK