Fresturinn framlengdur til áramóta

mbl.is/Kristinn

Slitastjórn LBI (gamla Landsbankans) og Landsbankinn hafa ákveðið að framlengja frest vegna gildisskilyrða í samningi aðilanna um breytingar á skilmálum skuldabréfa Landsbankans til 31. desember 2014.

Fram kemur á vef LBI, að framlengingin hafi verið ákveðin með hliðsjón af fyrri samskiptum við Seðlabanka Íslands þar sem fram hafi komið að endanleg afstaða til gildisskilyrða samningsins gæti legið fyrir eigi síðar en í árslok. Niðurstaðan lá fyrir í gær, en þá rann út frestur sem LBI hafði sett undir lok októbermánaðar.

Slitabú LBI hefur farið fram á undanþágu til að greiða út annars vegar laust fé í erlendum gjaldeyri fyrir um 400 milljarða til forgangskröfuhafa og hins vegar að allar greiðslur af 230 milljarða skuldabréfum Landsbankans verði undanþegnar höftum. Samkomulag sem Landsbankinn og LBI undirrituðu í maí sl. var háð skilyrðum um að stjórnvöld myndu samþykkja umbeðnar undanþágubeiðnir LBI frá höftum. Frestir sem LBI hefur einhliða sett stjórnvöldum til að taka afstöðu til beiðna slitabúsins hafa ítrekað verið framlengdir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK