Súkkulaðiskortur vofir yfir

Sælkerar gætu þurft að birgja sig upp af súkkulaði.
Sælkerar gætu þurft að birgja sig upp af súkkulaði.

Súkkulaðiskortur vofir yfir heimsbyggðinni og það er okkur öllum að kenna þar sem framleiðslan nær einfaldlega ekki lengur að anna eftirspurninni.

Þetta er haft eftir forsvarsmönnum tveggja af stærstu súkkulaðiframleiðendum heims, Mars Inc. og Barry Callebaut, í grein Washington Post. Að þeirra sögn er svokallaður súkkulaðihalli á framleiðslunni á hverju ári og ef miðað er við árafjölda með viðvarandi halla má segja að nú sé að ganga yfir mesta súkkulaðikreppa síðustu fimmtíu ára. Súkkulaðihallinn myndast þegar meira er borðað af kakói, sem notað er til framleiðslu á súkkulaði, en framleitt er. 

Á síðasta ári borðaði heimurinn um sjötíu þúsund tonn af kakói umfram framleiðslu og vara súkkulaðiframleiðendur nú við því að þessi tala gæti farið upp í milljón tonn árið 2020 og tvær milljónir árið 2030. 

Meira borðað - minna framleitt

Vandamálið má rekja til nokkurra ástæðna en veðurfar í Vestur-Afríku á þar stóra sök. Rúmlega 70 prósent af öllu kakói heimsins er framleitt á svæðinu og hefur framleiðslan minnkað verulega á liðnum árum. Þá hefur sveppasýking sem kallast „frosty pod“ einnig haft slæm áhrif og þurrkað út um 30 til 40 prósent uppskerunnar. Af þessum ástæðum hafa ýmsir kakóbændur gefist upp á greininni og snúið sér að öðrum arðbærari kostum, líkt og kornrækt.

Á sama tíma og framleiðslan hefur minnkað hefur súkkulaðineysla aukist og þá mest meðal Kínverja, sem þó borða ekki nema um fimm prósent af því magni sem meðal Evrópubúinn borðar. Þá hefur dökkt súkkulaði einnig notið vaxandi vinsælda en töluvert meira magn þarf af kakói til þeirrar framleiðslu.

Bragðminna súkkulaði framtíðin?

Sem afleiðing af þessu hefur verð á kakói hækkað um rúm sextíu prósent frá árinu 2012 og hafa súkkulaðiframleiðendur því einnig hækkað sín verð. 

Reynt er þó að finna lausn á vandanum og hefur rannsóknarhópur í Afríku m.a. þróað tré sem gefa af sér sjöfalt meira magn af kakói en venjuleg kakótré. Galli er þó á gjöf Njarðar þar sem kakóið af tilraunastofutrjánum getur verið bragðminna.

Íslendingar borða vel af páskaeggjum á hverju ári og eiga …
Íslendingar borða vel af páskaeggjum á hverju ári og eiga því ef til vill örlitla sök á vandanum. mbl.is/Styrmir Kári
Bragðminni súkkulaðikökur? Viljum við venjast því?
Bragðminni súkkulaðikökur? Viljum við venjast því? Ljósmynd/Guðrún Veiga
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK