Þakgarður á Gamla Bíó

Hið sögufræga Gamla bíó gengur nú í gegnum endurnýjun lífdaga en til stendur að byggja þar veislustofu með þaksvölum við núverandi þriðju hæð ásamt því koma fyrir útibekkjum og gróðurbelti á þakinu. Svæðið yrði opið gestum og gangandi og yrði kjörið fyrir brúðkaup eða aðrar veislur að sögn Guðvarðar „Guffa“ Gíslasonar, veitingamanns.

Umfangsmiklar framkvæmdir hafa staðið yfir til að betrumbæta alla aðstöðu sem þjóna mun nútíma þörfum en um leið er haldið í upprunalega hönnun og virðuleika. Guffi segir að vínveitingarleyfi Gamla Bíós nái upp í Petersen svítuna á þriðju hæð en unnið er nú að því að fá útiveitingarleyfi.

Allir komast í þakgarðinn

Til stendur að byggja glerbyggingu við húsið og setja upp lyftu á efstu hæðina þannig að allir óháð hreyfigetu komist þangað upp. „Þetta er hugsað sem gott útisvæði með útiveitingum til klukkan ellefu á kvöldin. Í góðu veðri væri hægt að sitja þarna í góðum bekkjum með fallegt útsýni,“ segir Guffi. 

Þá segir hann að svalirnar muni henta vel fyrir leiksýningar og tónleika þar sem gestir gætu farið þar upp hvort sem það væri fyrir eða eftir sýningu eða í hléum. Á þakinu verða þá einnig tveir fundarsalir sem hægt verður að nýta í hádeginu og kvöldin. 

Tilbúið í lok apríl

Stefnt er að því að hefja framkvæmdir á þakinu í framhaldi af öðrum framkvæmdum í húsinu sem eiga að klárast um áramótin, ef samþykki fæst hjá Reykjavíkurborg. Er þá gert ráð fyrir að svæðið verði tilbúið í lok apríl. Guffi segir viðbrögð umhverfis- og skipulagsráðs við hugmyndinni hafa verið jákvæð. 

Gamla Bíó opnaði árið 1927 og var lengi stærsta og glæsi­leg­asta sam­komu­hús Reykja­vík­ur. Auk kvik­mynda­sýn­inga fóru þar fram ýms­ir fjölda­fund­ir og tón­leik­ar. Í nóv­em­ber 1981 tók Íslenska Óper­an við rekstri húss­ins og var því breytt í óperu­hús . Á vor­mánuðum 2011 flutti Íslenska Óper­an úr hús­inu og í Hörpu. Síðan þá hafa ýms­ir viðburðir átt sér stað í hús­inu, m.a. leik­sýn­ing­ar, tón­leik­ar og  veislu­höld.

Frétt mbl.is: Gamla bíó fær nýtt líf

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK