Beats í alla iPhone-síma

iPhone 6
iPhone 6 AFP

Tónlistarforritið Beats verður í öllum iPhone-símum frá og með næsta ári en Apple stefnir á að appið verði hluti af næstu uppfærslu iOS-stýrikerfisins fyrir iPhone og iPad.

Þetta kemur fram í umfjöllun Financial Times. Apple keypti Beats-fyrirtækið í maí á þessu ári fyrir rúma þrjá milljarða Bandaríkjadala en fyrirtækið er þekktast fyrir framleiðslu á heyrnartólum.

Forsvarsmenn Apple vildu þó ekki tjá sig um málið þegar blaðamenn Financial Times leituðu eftir því en tímaritið var einnig fyrst til að greina frá kaupum Apple á Beats fyrr á árinu.

Talið er að þetta skref á hjá Apple gæti ógnað markaðsráðandi hlutdeild Spotify-tónlistarveitunnar en með því að koma appinu sjálfkrafa inn hjá öllum iPhone-eigendum er auðvelt að ná til notenda. 

Tónlistarveitur á borð við Beats og Spotify hafa þó legið undir gagnrýni að undanförnu eftir að söngkonan Taylor Swift fjarlægði tónlist sína af þeirri síðarnefndu. Sagði hún veituna greiða of lítið fyr­ir tón­list­ina og draga veru­lega úr plötusölu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK