Biðjast afsökunar á Tölvu-Barbie

Tölvu-Barbie kunni ekki á tölvur.
Tölvu-Barbie kunni ekki á tölvur. Mynd af vefsíðu Amazon

Forsvarsmenn fyrirtækisins Mattel hafa sent frá sér afsökunarbeiðni vegna barnabókar er byggir á söguhetjunni Barbie, sem vildi verða tölvunarfræðingur, en þurfti til þess hjálp karlmanna.

Bókin „Barbie: I Can Be A Computer Engineer“ kom út árið 2010 og fjallar um fyrrnefnda dúkku sem langar að verða tölvunarfræðingur en er hins vegar alveg glórulaus þegar að kemur tölvum. Í bókinni getur hún ekki endurræst tölvuna sína án þess að fá aðstoð frá strákunum Steven og Brian.

Ýtir undir úreltar staðalímyndir

Í afsökunarbeiðninni sem birt var á Facebook-síðu Barbie segir að fyrirtækið telji að nauðsynlegt sé að efla stúlkur til þess að skilja að allt sé mögulegt og beðist er jafnframt velvirðingar á því að bókin endurspegli þá sýn. Þá sagði að héðan í frá verði allar bækur skrifaðar með það að markmiði að veita stúlkum innblástur og ættu þær að sýna Barbie sem sjálfstæða persónu.

Frá því að bókin kom út hafa margir viðskiptavinir vefverslunarinnar Amazon skilið eftir neikvæðar umsagnir og sagt bókina ýta undir úreltar staðalímyndir kynjanna. Gagnrýnin fékk hins vegar byr undir báða vængi þegar fjölmiðlar tóku málið upp í vikunni. Þrátt fyrir gagnrýnina er bókin þó til dæmis ennþá til sölu á vefsíðu Barnes and Noble bókabúðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK