Dýrasta íbúðin á Norðurlöndum

Við Akerbryggjuna í miðborg Osló.
Við Akerbryggjuna í miðborg Osló. mbl.is/Golli

Þriggja herbergja íbúð í Ósló var seld á 40 milljónir norskra króna í vikunni, sem svarar til 730 milljóna íslenskra króna. Samkvæmt frétt The Local er íbúðin sú dýrasta sem selst hefur á Norðurlöndunum miðað við fermetraverð.

Íbúðin, sem er 157 fermetrar að stærð, er í Gimle-hverfinu í Ósló. Það þýðir að hver fermetri var seldur á 254.777 norskar krónur, 4,65 milljónir íslenskra króna.

Fasteignasalinn Odd Kalsnes vildi ekki gefa Finansavisen upp hver kaupandinn væri. Seljandinn eignaðist  íbúðina á 950 þúsund norskar krónur, 17,3 milljónir íslenskra króna, árið 1998 en fyrri eigandi hafði átt hana frá upphafi, en hún var byggð árið 1968.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK