Ert þú með næstu viðskiptahugmynd?

Sigurvegarar í Gullegginu 2014.
Sigurvegarar í Gullegginu 2014. Ljósmynd/hag

Opnað verið fyrir umsóknir í frumkvöðlakeppnina Gulleggið 2015 á morgun föstudaginn 21. nóvember og er það liður í Alþjóðlegu athafnavikunni sem Klak Innovit hefur umsjón með á Íslandi.  

Keppnin, sem var fyrst haldin árið 2008, hefur alið af sér fjölda sprotafyrirtækja sem sum hver eru orðin að stórum og þekktum fyrirtækjum hér á Íslandi. Í fyrra var metþátttaka, en þá komu inn 377 hugmyndir en alls hafa 1.703 hugmyndir borist í keppnina frá upphafi. Dæmi um þátttakendur síðustu ára eru Clara, Meniga, Pink Iceland, Remake Electric, Nude magazine, Videntifier, Róró, Silverberg, Gracipe og mörg fleiri.

Gæðastimpill á viðskiptahugmyndir

Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Þannig er keppnin orðin gæðastimpill á viðskiptahugmyndir og fyrir frumkvöðla sem munu á næstu árum laða að enn fleiri fjárfesta, skapa ný störf og verðmæti fyrir íslenskt samfélag.

Gulleggið er gott tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim raunverulegar og markvissar áætlanir sem miða að stofnun fyrirtækja. Samhliða keppninni er þátttakendum í samstarfsháskólum Klak Innovit boðið upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga. Frá mótun hugmyndar til áætlanagerðar og þjálfunar í samskiptum við fjárfesta. Keppnin er opin fyrir alla, með og án hugmyndar. Frekari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu keppninnar.

Frá verðlaunaafhendingu Gulleggsins 2014.
Frá verðlaunaafhendingu Gulleggsins 2014. Ljósmynd/hag
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK