Fimmþúsundkallarnir lagðir undir koddann

Mun færri 5.000 króna seðlar fara í eyðingu nú en …
Mun færri 5.000 króna seðlar fara í eyðingu nú en fyrir bankahrunið. mbl.is/Golli

Fyrir fjármálaáfallið 2008 eyddi Seðlabankinn árlega 44% af þeim 5.000 króna seðlum sem voru í umferð í lok ársins en eftir hrunið hefur þetta hlutafall farið niður í 19%.

Það bendir til þess að heimilin varðveiti meira ef eignum sínum í formi reiðufjár en áður. Þetta er meðal þess sem fram kemur í riti Seðlabankans um fjármálainnviði sem út kom í gær og fjallað er um í ViðskiptaMogganum í dag.

Gera má ráð fyrir að þeir seðlar sem notaðir eru í þeim tilgangi að varðveita eignir séu að miklu leyti 5.000 króna seðlar. Mun minni hlutfallsleg eyðing slíkra seðla bendir til þess að stór hluti reiðufjár sé ekki notaður til virkrar greiðslumiðlunar, heldur varið til söfnunar reiðufjár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK