Yahoo er nýja leitarvél Firefox

Marissa Mayer, forstjóri Yahoo.
Marissa Mayer, forstjóri Yahoo. AFP

Yahoo hafði betur gegn Google og tryggði sér stöðu leitarvélar Mozilla Firefox vafrans í Bandaríkjunum í dag og er áratugar löngu samstarfi fyrirtækjanna síðarnefndu þar með lokið.

Þá hyggst Yahoo kynna til sögunnar nýja stílhreinni og nútímalegri útgáfu leitarvélarinnar í desember. Markaðshlutdeild Google er um 67 prósent í Bandaríkjunum en hlutdeild Yahoo er einungis um 10 prósent. Samningurinn er til fimm ára og verður notendum Firefox nú sjálfkrafa beint á leitarniðurstöður Yahoo þegar þeir slá leitarorð inn í vafrann.

Mun færri nota þó Firefox vafrann heldur en Google Chrome. Talið er að um tíu prósent bandarískra notenda noti Firefox en um 33 prósent Google Chrome. 

Í síðasta mánuði sagði Eric Schmidt, stjórarformaður Google, að helsti keppinautur fyrirtækisins á þessu sviði væri Amazon, en ekki fyrirtæki á borð við Yahoo.

BBC greinir frá þessu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK