Brynjólfur í stjórn Arion banka

Brynjólfur Bjarnason
Brynjólfur Bjarnason Mynd/Sverrir Vilhelmsson

Brynjólfur Bjarnason var kjörinn nýr stjórnarmaður í Arion banka á hluthafafundi bankans í gær þann 20. nóvember. Hann kemur inn í stað Björgvins Skúla Sigurðssonar

Brynjólfur var framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands frá 2012 til 2014. Á árunum 2007 til 2010 starfaði hann sem forstjóri Skipta. Brynjólfur var forstjóri Símans frá 2002 til 2007. Hann starfaði sem forstjóri Granda hf. frá 1984 til 2002. Frá 1976 til 1983 starfaði Brynjólfur sem framkvæmdastjóri AB bókaútgáfu. Brynjólfur var auk þess forstöðumaður hagdeildar VSÍ á árunum 1973 til 1976.

Brynjólfur hefur mikla reynslu af stjórnarsetu og hefur setið í fjölmörgum stjórnum í gegnum tíðina og gegnt stjórnarformennsku í nokkrum þeirra. Brynjólfur hefur setið í stjórn Genís síðan 2011 og í stjórn Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur síðan 2009. Brynjólfur útskrifaðist með MBA-gráðu frá University of Minnesota árið 1973. Hann útskrifaðist með cand.oecon.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1971.

Stjórn Arion banka skipa nú: Monica Caneman, formaður stjórnar, Guðrún Johnsen, varaformaður stjórnar, Benedikt Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason, Kirstín Þ. Flygenring, Måns Höglund og Þóra Hallgrímsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK