Félag Sigurjóns gjaldþrota

Sigurjón M. Egilsson
Sigurjón M. Egilsson Mynd/SteinarH

Félagið Goggur ehf., sem er í eigu Sigurjóns M. Egilssonar, fréttaritstjóra 365 miðla, var úrskurðað gjaldþrota þann 12. nóvember sl.

Samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins frá árinu 2012 nam tap þess á árinu 3,1 milljón króna og var eigið fé neikvætt um 6,2 milljónir. Þá var eigið fé einnig neikvætt á árinu 2011 um rúmar þrjár milljónir króna.

Samkvæmt ársreikningnum er Goggur ehf. fyrirtæki sem starfar við þjónustu tengda markaðs- og kynningarmálum og er tilgangur félagsins er jafnframt að stunda kaup og sölu eigna, rekstur fasteigna, lánastarfsemi og skyldur rekstur. Blöðin Útvegsblaðið, Iðnaðarblaðið og Ferðablaðið voru gefin út af félaginu auk þess sem það sá um útgáfu á Brimfaxa, sem er blað Landssambands smábátaeigenda að því er fram kemur á bloggsíðu Sigurjóns

Félagið skuldaði um 22,6 milljónir í árslok 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK