Jón nýr framkvæmdastjóri Mílu

Framkvæmdastjóraskipti hafa átt sér stað hjá Mílu og hefur Jón Kristjánsson tekið við starfinu af Gunnari Karli Guðmundssyni. Gunnar, sem tók við starfi framkvæmdastjóra í janúar og var áður stjórnarformaður fyrirtækisins, lætur af störfum að eigin ósk samkvæmt fréttatilkynningu.

Fram kemur að Jón, sem sé vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands, hafi gegnt stjórnunarstörfum í upplýsingatæknigeiranum undanfarna tvo áratugi. Frá 2007-2014 var hann framkvæmdastjóri hugbúnaðarhússins Manna og músa ehf. og frá 2000 til 2006 var hann framkvæmdastjóri Maritech ehf.

Haft er eftir Óskari Jósefssyni, stjórnarformanni Mílu, að mjög ánægjulegt sé að fá Jón til starfa. Hann hafi rekstrarreynslu úr tæknigeiranum sem nýtast muni fyrirtækinu vel í þeim verkefnum sem fram undan séu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK