Olíuverð ekki lægra í fjögur ár

Starfsmaður á plani setur bensín á bíl viðskiptavinar.
Starfsmaður á plani setur bensín á bíl viðskiptavinar. mbl.is/Árni Sæberg

Gríðarleg lækkun hefur verið á olíuverði á heimsmarkaði á síðustu mánuðum og hefur verðið ekki verið lægra en nú á síðustu dögum síðan í september 2010, eða í rúm 4 ár. Frá því í júní hefur verð á olíu lækkað um 31%. 

Tunna af Brent-olíu kostar í dag 79,4 Bandaríkjadollara en um miðjan júní var hún á rúma 115 dollara. Verðþróunin gefur þó ekki beina vísun í endanlegt verð til neytenda þar sem eldsneyti mismikið unnið. En þegar litið er til vísitölu sem mælir þróunina á 95 oktana bensíni segir hún samt sem áður svipaða sögu og hefur lækkað um 28% á sama tímabili.

Bensínverð lækkað um 9%

Þessi þróun hefur eðlilega haft áhrif hér á landi og hafa olíufélögin lækkað útsöluverð á eldsneyti þó nokkuð frá því í júní. Þannig er algengt verð á lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu nú að jafnaði 228 krónur en um miðjan júní sl. var lítraverðið komið upp í 252 krónur. Nemur lækkunin á bensínlítranum þar með rúmlega 9%. Verð á díselolíu hefur einnig lækkað, en þó heldur minna enda hækkaði díselolían ekki eins mikið framan af ári. Hafa olíufélögin lækkað verð á díselolíu að jafnaði um tæp 4%. Lækkunin er þó meiri hlutfallslega, þar sem opinber álagning á eldsneyti hér á landi, sem að stórum hluta er í formi krónutölugjalds, lækkar eðlilega ekki í hlutfalli við lækkun innkaupsverð. Sé tekið tillit til þessa þá hafa olíufélögin að jafnaði lækkað bensínverð um rúm 12% en díselolíuverð um rúm 5%

Verðlækkunin á eldsneytisverði telst þó dropi í hafið miðað við hvað ætla mætti í samanburði við lækkunina erlendis að mati Greiningar Íslandsbanka. Gengi krónunnar hefur þó einnig áhrif á verðið en frá því um miðjan júní sl. hefur gengi dollarans hækkað gagnvart krónu um 8%. Í krónum talið hefur tunnan af Brent-olíu þar með lækkað um rúm 25% frá því um miðjan júní sl. en tonnið af 95-oktana bensíni lækkað um rúm 22%. Þrátt fyrir að munurinn á lækkuninni erlendis og hérlendis minnki við að leiðrétta fyrir sveiflum í gengi krónunnar er hann augljóslega enn mjög mikill. 

Verð flugfargjalda lækkar með eldsneytisverði

Lækkunin hér á landi gæti orðið í kringum 13 krónur til viðbótar sé tekið mið af viðmiðunarvísitölu fyrir 95 oktana bensín. Lækkun á eldsneytisverði yrði augljóslega afar kær búbót fyrir hinn íslenska neytanda. Slík eldsneytisverðlækkun upp á 13 krónur gæti að mati greiningardeildarinnar þýtt 0,9% verðbólgu í árslok í stað 1,1% eins og reiknað er með í nýjustu verðbólguspá Íslandsbanka.

Heildaráhrifin gætu þá orðið enn meiri þar sem lægra eldsneytisverð hefur áhrif til lækkunar flutningskostnaðar sem hefur áhrif á almennt vöruverð í landinu. Þá hefur eldsneytisverð einnig áhrif til lækkunar á flugfargjöldum til og frá landinu, og er ekki ólíklegt að sú 28% lækkun sem sést hefur á fluglið vísitölu neysluverðs frá því í júlí skýrist í það minnsta að hluta af lækkun eldsneytisverðs.

Bensínverð mætti lækka enn frekar.
Bensínverð mætti lækka enn frekar. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK