Tilnefnd fyrir Norðursalt

Forsvarsmenn Norðursalts taka við Red Dot verðlaununum í Berlín.
Forsvarsmenn Norðursalts taka við Red Dot verðlaununum í Berlín.

Aug­lýs­inga­stof­an Jóns­son & Le'macks hefur hlotið tilnefningu til alþjóðlegu hönnunarverðlaunanna Epica vegna umbúðahönnunar fyrir íslenska sjávarsaltið Norðursalt. Með tilnefningunni hafa umbúðirnar nú verið tilnefndar til þrennra eftirsóttustu hönnunarverðlauna heims.

Epica-verðlaunin hafa verið veitt í tæpa þrjá áratugi. Þau eru einu alþjóðlegu hönnunarverðlaunin sem veitt eru af fjölmiðlum og eiga rúmlega fjörutíu tímarit, blöð og veffjölmiðlar um heim allan sæti í dómnefnd. 

Norðursalt var í sumar tilnefnt til Cannes Lions-hönnunarverðlaunanna sem eru þau virtustu sem veitt eru fyrir hönnun í heiminum. Umbúðirnar fengu einnig Red Dot-verðlaun fyrr á þessu ári sem þykja þau eftirsóttustu sem veitt eru á sviði vöruhönnunar. Með Epica-tilnefningunni hefur Norðursalt því verið tilnefnt til þrennra eftirsóttustu hönnunarverðlauna heims á árinu. Umbúðirnar hafa auk þess unnið til fjölda verðlauna og viður­kenn­inga á Íslandi, bæði í FÍT-keppn­inni og Lúðrin­um.

Hönnuðir umbúðanna eru Al­bert Muñoz, Sig­urður Odds­son og Þor­leif­ur Gunn­ar Gísla­son hjá Jóns­son & Le'macks, í sam­starfi við Jón Helga Hólm­geirs­son vöru­hönnuð og teikn­ar­ann Mark Sum­mers.

Norður­salt kom á markað í októ­ber 2013 og hef­ur unnið sér fast­an sess á borðum ís­lenskra meist­ara­kokka. Utan Íslands er Norður­salt nú fá­an­legt í gæðaversl­un­um í Berlín og er frek­ari sókn haf­in á markaði í Þýskalandi, annars staðar á Norður­lönd­um, Ítal­íu, í Jap­an og Banda­ríkj­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK