Hækkanir á mörkuðum í Asíu

AFP

Hækkun varð á mörgum hlutabréfamörkuðum í Asíu eftir viðskipti dagsins. Nam hún 1,85% í kauphöllinni í Sjanghæ og 1,90% í kauphöllinni í Hong Kong.

Þá nam hækkunin 1,08% í Sydney í Ástralíu og 0,70% í Seúl í Suður-Kóreu. Markaðir í Tókýó voru lokaðir í dag vegna almenns frídags.

Skýringin er m.a. sú að seðlabanki Kína ákvað á föstudag að lækka stýrivexti sína um 0,25%. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2012 sem vextir bankans eru lækkaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK