Lestrarhestar „djamma“ í bókabúðum

Rekstur Eslite er opin allan sólarhringinn og gengur betur en …
Rekstur Eslite er opin allan sólarhringinn og gengur betur en hjá öðrum bókabúðum. mbl.is/Eggert

Það er miðnætti í höfuðborg Taívan. Á meðan sumir ganga hæglega heim á leið eða búa sig undir nótt á djamminu eru aðrir á leið á óhefðbundnari samkomustað að næturlagi. Bókabúð.

Þannig hefst frásögn blaðamanns CNN sem fór og skoðaði Eslite bókabúðina í Taipei í Taívan sem opin er allan sólarhringinn. Búðin þykir merkileg fyrir þær sakir að reksturinn er einkar blómlegur á meðan rekstur flestra annarra bókabúða er á hraðri niðurleið. Má það rekja til hraðrar fjölgunar næturgesta. 

Öfug þróun hjá öðrum bókabúðum

Verslunin er rekin af The Eslite Group, sem opnaði fyrstu bókabúð sína í Taipei árið 1989. Tuttugu og fimm árum síðar rekur félagið 42 verslanir í Taívan, eina í Hong Kong og eru uppi áætlanir um að opna fleiri verslanir í Kína. Velgengni keðjunnar gerist á sama tíma og barist er fyrir lífi flestra bókabúða í Evrópu og Bandaríkjunum vegna vaxandi samkeppni frá netverslunum á borð við Amazon. Á síðasta áratug hefur um þriðjungi allra sjálfstæðra bókabúða í Bretlandi verið lokað samkvæmt tölum frá félagi bóksala. Þá hefur Barnes & Noble, stærsta bókabúðakeðja í Bandaríkjunum, verið að loka mörgum verslunum sínum af sömu ástæðum. Eslite hefur hins vegar komist hjá þessu og námu tekjur félagsins um 425 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári og er búist við um átta prósentustiga aukningu á þessu ári.

Ókeypis að lesa bækur - dýrt að kaupa áfengi

Samblanda bókmennta og hönnunar hefur gert búðina að vinsælum samkomustað fyrir svokallaða hipstera og lestrarhesta að sögn blaðamannsins þar sem fólk leitast eftir því að fá pásu frá hinum hraða heimi tækninnar. Sögðu nokkrir gestir bókabúðarinnar að verslunin þætti svöl og minna helst á Soho hverfið í New York. „Það er margir svalir sem hanga hérna. Sumir koma til að lesa en aðrir koma til þess að drepa tímann og hitta vini. Þetta er staður fyrir nútímamenningu og er á við bestu barina og næturklúbbana, “sagði viðskiptavinur verslunarinnar. Þá bendir annar á að það sé ókeypis að koma og lesa bækur á meðan það sé dýrt að fara út á lífið og kaupa áfengi.

Fólk kemur í bókabúðina til að spjalla eða lesa bækur. …
Fólk kemur í bókabúðina til að spjalla eða lesa bækur. Mynd úr safni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK