Upplifunarhönnuðir að baki breytingum

„Saman brúum við bilið á milli þess að vera arkitektastofa og auglýsingastofa. Við vinnum með concept fyrirtækja svo þau þurfi ekki að leggja alla áherslu á vörumerkið sitt til þess að fólk viti hvar það er statt,“ segir Hafsteinn Júlíusson en hann rekur fyrirtækið HAFstudio ásamt Karitas Sveinsdóttur eiginkonu sinni.

Hjónin stofnuðu fyrirtækið sitt á Ítalíu í kjölfar náms í Mílanó og fluttu það heim árið 2011. Hafsteinn stundaði nám í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands fyrir nám sitt í innanhúss- og iðnhönnun í SPD í Mílanó og  Karitas er innanhúsarkitekt frá IED í Mílanó.

Síðan þau fluttu heim hefur hvert verkefnið rekið annað; hönnun verslunar 66° Norður, veitingastaðarins Mar, einnig Nam, Reykjavík Light Hótels, forritunarskólans Rekode, fataverslunarinnar Suit og nú stærstu verslunar Símans sem opnuð var að nýju um helgina í Kringlunni eftir endurhönnun HAFstudio.

Hafsteinn segir að lykillinn að baki endurhönnun verslunar Símans hafi verið að gera hana heimilislega og þægilega, með hátækni undirliggjandi. „Risasnertiskjár. Allt sjónrænt. Öll tæki uppi á borðum og staður þar sem skoða má hlutina í nýju ljósi,“ segir hann. „Við vildum sýna framtíðina – samt þar sem framtíðin er ekki eins fáránleg og við mörg ímyndum okkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK