Haustfundur Landsvirkjunar í beinni

Haustfundur Landsvirkjunar fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag þar sem fjallað er um þær áskoranir og tækifæri sem Íslendingar standa frammi fyrir í orkuvinnslu og raforkusölu.

Fundurinn er sýndur í beinni útsendingu á vefsvæði Landsvirkjunar. Þetta er í fimmta skipti sem fundurinn er haldinn og fram kom í ávarpi Brynju Þorgeirsdóttur, fundarstjóra, við upphaf fundarins að hann væri liður í viðleitni Landsvirkjunar til að stuðla að samtali við hagsmunaaðila og þjóðina sjálfa, sem er eigandi fyrirtækisins.

Á fundinum mun Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar ræða um nýtt markaðsumhverfi. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, mun fjalla um mikilvægi rammaáætlunar og áskoranir og tækifæri.

Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, mun fjalla um vatnsaflskosti, Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri vindorku, mun fjalla um vindorkukosti og Gunnar Guðni Tómasson framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs, fjallar um jarðvarmakostir.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagðist vilja gera tækifæri að umfjöllunarefni í opnunarávarpi sínu. Þar sagði hún Íslendinga að sjá og meta þau með ábyrgum hætti og gera þau að raunverulegum verðmætum. Hún sagði að nauðsynlegt væri að vera tilbúin með endurbætta löggjöf og benti á frumvörp á sviði orkumála sem nú liggja fyrir Alþingi. 

Hægt er að taka þátt í umræðum á haustfundinum á Twitter með kassamerkinu #lvhaustfundur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK