Helgi kaupir fyrir 51 milljón í N1

Helgi Magnússon
Helgi Magnússon mbl.is/Golli

Helgi Magnús­son, stjórn­ar­maður í N1, keypti hluti í félaginu fyrir 51 milljón króna í dag. Kaupin voru gerð í gegn­um einka­hluta­fé­lag hans Hofg­arða ehf. Helgi hóf stjórnarstörf hjá N1 2012.

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar. Helgi er einnig stjórnarformaður Bláa lónsins hf. og Húsasmiðjunnar og á jafnframt sæti í stjórn Marels hf. Þá er hann varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna og stjórnarmaður í stjórn og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins. Þann 14. nóvember sl. keypti hann einnig hlutabréf í Marel í gegnum sama félag, Hofgarða, fyrir tæplega eitt hundrað milljónir króna.

Samkvæmt árshlutauppgjöri N1, sem birt var í gær nam hagnaður félagsins á 932 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi, sem er um 35% meiri hagnaður en í fyrra. Hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nemur rúmum 1,3 milljarði króna.

Hluthafar fá 3,8 milljarða í næstu viku

Á hluthafafundi þann 21. október sl. var samþykkt tillaga um að lækka hlutafé félagsins um 30 prósent. Í tillögunni felst að hlutafé verður fært niður um 300 milljónir að nafnverði auk þess sem yfirverðreikningum hlutafjár verður færður niður um tæplega 3,5 milljarða. Þetta gerir samtals rúma 3,8 milljarða króna. Síðasti viðskiptadagur með réttindum til útgreiðslu vegna lækkunar hlutafjár er á miðvikudaginn og viðmiðunardagur er á föstudaginn. Lækkunardagur er svo 1. desember og greiðsludagur 5. desember.

Í lok júní voru hlut­haf­ar fé­lags­ins 2.853 tals­ins en meðal tíu stærstu eru líf­eyr­is­sjóðirn­ir, Lands­bank­inn og Íslands­banki

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK