Látinn forstjóri viðriðinn mútumál

Christophe de Margerie
Christophe de Margerie AFP

Franski olíurisinn Total verður ákærður vegna mútugreiðslna til stjórnvalda í Íran. Múturnar voru greiddar fyrir aðgang að olíulindum. Á síðasta reiddi fyrirtækið fram 398 milljónir Bandaríkjadala í sektargreiðslu til bandarískra yfirvalda vegna sömu ásakana.

Málið spannar allt að tuttugu ár og að sögn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna stunduðu forsvarsmenn Total mútugreiðslur til áhrifamanna í Íran á árunum 1994 til 2004.

Fyrrum forstjóri Total, Christophe de Margerie, var yfirmaður starfsemi fyrirtækisins í Miðausturlöndum á þeim tíma er greiðslurnar eru taldar hafa verið inntar af hendi. Í síðasta mánuði hafði honum verið fyrirskipað að mæta fyrir rétt vegna málsins.

De Margerie lést hins vegar í flugslysi á flugvellinum í Moskvu aðeins nokkrum dögum síðar.

Frétt mbl: Fleiri handteknir vegna slyssins í Moskvu

Frétt mbl: Hver tekur við eftir flugslysið

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK