Fá kröfur fyrir 10 milljarða

Lífeyrissjóðir voru stærstu kaupendur víkjandi skuldabréfa í útboði Glitnis.
Lífeyrissjóðir voru stærstu kaupendur víkjandi skuldabréfa í útboði Glitnis. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Slitabú Glitnis hefur fallist á að víkjandi skuldabréf sem ýmsir lífeyrissjóðir keyptu í útboði bankans í ársbyrjun 2008 verði samþykkt sem almenn krafa í búið.

Þannig fá fimmtán lífeyrissjóðir samtals tæplega tíu milljarða króna kröfur á hendur Glitni, að því er fram kemur í uppfærðri kröfuhafaskrá sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Þeir lífeyrissjóðir sem höfðu lýst hæstu kröfunum í búið, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Gildi lífeyrissjóður, fá báðir samþykkta almenna kröfu að fjárhæð um 2,8 milljarðar. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, segir í samtali við Morgunblaðið að samkomulag hafi náðst um að 70% af lánsfjárhæð þeirra sjóða sem tóku þátt í útboði Glitnis yrði samþykkt sem almenn krafa. „Þetta er vel viðunandi niðurstaða,“ segir Árni í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK