Egóið leiddi hann til bankakaupa

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/Kristinn

Kaupin á Landsbankanum eru verstu mistök sem Björgólf­ur Thor hefur gert. Í nýrri bók segist hann enn spyrja sig, aftur og aftur, hvers vegna hann hafi valið að verða stærsti fjárfestirinn í íslenska bankakerfinu. Hann segir skýringuna líklega liggja í sínum eigin metnaði, eða veikleika í formi þarfar fyrir viðurkenningu í heimalandi sínu. „Egóið spilaði vissulega stórt hlutverk,“ segir hann.

Bókina ritaði Björgólf­ur ásamt Andrew Cave og kom hún út í gær. Þar fjall­ar Björgólf­ur Thor um hvernig hann varð millj­arðamær­ing­ur, tapaði öllu og byggði upp veldið á nýj­an leik og hvað hann hafi lært af því.

Á árinu 2002 keyptu feðgarnir Björgólfur Thor og Björgólfs Guðmunds­son­ar 45,8 prósent hlut í Landsbankanum í gegnum eignarhaldsfélagið Samson. Björgólfur segir það hafa orðið ljóst á árunum eftir kaupin að hann hafi verið ginntur.

Hann segist hafa fallið í gildru sem hann setti upp sjálfur og spyr hvernig honum hafi tekist að sameina tvö mistök í einum viðskiptum. Að verða meirihlutaeigandi í banka á sama tíma og hann snéri aftur til Íslands, litla landsins sem hann taldi sig hafa skilið við fyrir fullt og allt. 

„Thor, hvað kemur þér það við?“

Þá ræðir hann brjálæðið sem fylgdi hundrað prósent fasteignalánum bankanna. „Ég hefði átt að ganga í burtu þegar ég áttaði mig á hvað væri í gangi,“ segir hann. Að þetta væri hættulegt. Hann rekur söguna til þess að Framsóknarflokkurinn hafi komið hinum svokallaða S-hóp á koppinn, en kjarni þess hóps myndaði þau félög sem keyptu saman eignarhlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands. Hann segir hópinn hafa verið yfirskuldsettan að vinna með lánsfjármagn. „Þegar ég benti stjórnvöldum á þetta sögðu þau: „Thor, hvað kemur þér það við?““. Björgólfur segir það hafa komið sér við vegna þess að hópurinn hafi verið svo skuldsettur að hann hafi þurft að auka virði undirliggjandi hlutabréfa, og það mjög hratt, til að geta greitt af lánum sínum. 

„Til þess að það gæti gerst var leynilega samið við annan banka, Kaupthing, sem í staðinn fyrir 51 prósent hlut, hjálpaði að fjármagna kaupin á Búnaðarbankanum,“ segir hann. Auk þess hafi stjórnvöld heitið ungu fólki 90 til 95 prósent lánum sem fljótt urðu 100 lán. Þetta hafi skapað fasteignabóluna og að lokum verið helsta orsök hrunsins.  Hann segist innst inni hafa vitað að þetta væri hættulegt, en hins vegar hafi hann hundsað innsæið af hræðslu við að fólk myndi einungis segja að hann væri tapsár eða misheppnaður. Í staðinn hafi hann ritað stjórnvöldum bréf um málið. Forsætisráðherra, efnahagsráðherra og einkavæðingarnefndinni var sagt að gagnsæið væri meira í Búlgaríu en á Íslandi. Athugasemdir hans hafi hins vegar verið hundsaðar.

Mbl.is mun birta fleiri fréttir úr bókinni í dag.

Frétt mbl.is: „Ég er samningafíkill“

Bók Björgólfs Thors Björgólfssonar kom út í gær.
Bók Björgólfs Thors Björgólfssonar kom út í gær.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK